Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar í 1. sæti á Hillcat Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University tóku þátt í Hillcat Classic háskólamótinu.

Mótið fór fram í Bailey Ranch GC, í Owasso, Oklahoma, dagana 14.-15. mars 2022.

Þátttakendur voru 59 frá 13 háskólum.

Kristín Sól varð T-13 í einstaklingskeppninni með skor upp á 19 yfir pari, 163 högg (82 81) og var á 4.-5. besta skori liðs síns.

Kristin Sól og félagar sigruðu síðan liðakeppnina!!!! Stórglæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna í Hillcat Classic háskólamótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Kristínar Sól og RSU er 28.-29. mars n.k. í Missouri.