Henrik Olof Stenson næsti fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefir verið útnefndur næsti fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu.
Hann sjálfur hefir 5 sinnum verið í Ryder bikars liðum Evrópu, þar af 3 sinnum í sigurliðum.
Stenson var valinn Ryder bikarsfyrirliði Evrópu árið 2023 af fimm manna valnefnd sem samanstóð af þremur síðustu Ryder Cup fyrirliðunum – Pádraig Harrington, Thomas Bjørn og Darren Clarke – auk framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelley, og David Howell, formanni DP World Tour Tournament Committee.
Þegar ljóst var orðið að Stenson yrði næsti fyrirliði Ryder liðs Evrópu sagði hann m.a.:
„Ég er mjög ánægður og ánægður með að vera fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu – það er mikill heiður og ég var auðmjúkur að fá símtalið sem staðfesti fréttirnar. Ég vil þakka valnefndinni fyrir að hafa trú á mér og mun segja við þá, og alla evrópska golfaðdáendur, að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og láta engan stein ósnortinn í viðleitninni, að því að fá Ryder bikarinn aftur til Evrópu.“
„Ryder bikarinn er golf og íþrótt eins og hún gerist best. Ég fékk gæsahúð í hvert skipti sem ég klæddi mig í treyju sem (Ryder bikars) liðsmaður Evrópu og sú tilfinning mun magnast í hlutverki fyrirliða. Þó að það sé frábært fyrir mig persónulega er það líka frábært fyrir landið mitt og alla kylfinga frá Svíþjóð sem hafa spilað fyrir Evrópu með slíkum yfirburðum síðan Joakim Haeggman varð sá fyrsti árið 1993.„
„Þegar ég byrjaði sem atvinnukylfingur hefði mér jafnvel ekki í villtustu draumum mínum órað fyrir að einn daginn myndi ég feta í fótspor goðsagna leiksins eins og Seve og verða fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu. En dagurinn í dag sannar að stundum rætast draumar.“
Henrik Stenson er fyrsti fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu, sem kemur frá Svíþjóð.
Honum hefir ekki gengið vel í golfinu undanfarið; dró sig m.a. úr nýafstöðnu Players móti eftir tvo spilaða hringi, sem voru upp á 73 og 73 og hefðu rétt dugað gegnum niðurskurðinn.
Stenson er fæddur 5. apríl 1976 og verður því 46 ára eftir u.þ.b. 3 vikur. Sem stendur er hann í 216. sæti á heimslistanum.
Á löngum ferli hefir Stenson hins vegar sigrað 21 sinnum og það á öllum helstu golfmótaröðum heims t.a.m. 6 sinnum á PGA Tour og 11 sinnum á Evróputúrnum. Jafnframt hefir hann 1 sinnum sigrað í risamóti, en það var á Opna breska, 2016.
Næsta Ryder bikarskeppni fer fram 29. september – 1. október 2023 á Marco Simone Golf and Country Club í Guidonia Montecelio nálægt Róm.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
