Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2022 | 08:00

Hvað var í sigurpoka Cam Smith?

Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Cameron Smith, þegar hann sigraði á Players meistaramótinu:

DRÆVER: Titleist TSi3 með 10° lofti og með Fujikura Ventus Blue 6 X skafti.

3 TRÉ: Titleist TSi2 með 15° lofti og með Fujikura Ventus Blue 8 X skafti.

7 TRÉ: Titleist TS2 með 18° lofti og með UST Elements Red 8F5 skafti.

JÁRN: Mizuno Pro Fli-Hi (3-járn) og Titleist T100 Black (5- 9 járn), með KBS Tour 130 X Custom Matte Black sköftum.

FLEYGJÁRN: Titleist Vokey Design SM9 (46°-10° F, 52°-08° F, 56°-08° M & 60°-10° S), með KBS Tour 130 X sköftum.

PÚTTER: Scotty Cameron 009M Prototype.

BOLTI: Titleist Pro V1x.