Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2022 | 00:40

PGA: DJ jafnaði vallarmetið á Sawgrass

Á lokahring sínum á Players meistaramótinu jafnaði Dustin Johnson (DJ) vallarmetið á TPC Sawgrass, lék á 63 glæsihöggum (fékk 1 örn, 8 fugla og 1 skolla). Sjá má glæsiörn DJ á par-5 9. braut Sawgrass með því að SMELLA HÉR: 

Það dugði þó ekki til þess að ná upp ömurlegum 3. hring, þar sem DJ lék á 76 höggum.

Ja, þarna er 13 högga sveifla hjá fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem nú er dottinn niður í 9. sætið á heimslistanum.

DJ varð  T-9 á Players; lék á samtals 7 undir, 281 höggi (69 73 76 63 ).

Hann varð jafn þeim Victor Hovland, Sepp Straka og Adam Hadwin.