Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2022 | 09:00

PGA: Lowry með ás á 17. á Sawgrass – 10. ásinn á 17. í sögu Players

Írski kylfingurinn Shane Lowry fékk ás á hina alræmdu par-3 17. braut á  TPC Sawgrass á 2. hring Players mótsins, sem spilaður var í gær, sunnudaginn 13. mars.

Miklar rigningar og þrumuveður hafa tafið Players mótið í ár og því voru 1. og 2. hringur kláraðir í gær og aðeins byrjað á 3. hring.

Ás Lowry er 10. ásinn í sögu Players mótsins og sá fyrsti síðan Ryan Moore fór holu í höggi á 17. á 1. hring Players, árið 2019.

Sjá má glæsiás Lowry með því að SMELLA HÉR: 

Lowry virðist í hörkustuði þessa dagana en hann, sem sigrað hefir tvívegis á PGA Tour, landaði 2. sætinu á Honda Classic í síðasta mánuði.

Þegar mótinu var frestað í gær var Lowry T-11 á samtals 5 undir pari, 3 höggum á eftir forystumanni mótsins  Indverjanum og Íslandsvininum, Anirban Lahiri.

Sjá má stöðuna á Players með því að SMELLA HÉR: