Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2022 | 18:00

LPGA: Nanna Koerstz Madsen sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu

Það var hin danska Nanna Korerstz Madsen sem sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA.

Mótið fór fram í Chonburi, Thailandi, dagana 10.-13. mars 2022.

Nanna og hin kínverska Xiyu Lin voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil, báðar á 26 undir pari, og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Nanna hafði betur. Sigurtékki Nönnu var $240,000.

Celine Boutier frá Frakklandi varð ein í 3. sæti á samtals 25 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thailand mótin með því að SMELLA HÉR: