Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún T-14 á Augustana Spring Fling

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar hennar í Grand State Valley (GSVU) tóku þátt í Augustana Spring Fling, dagana 10.-11. mars 2022.

Mótið fór fram í Desert Willow Golf Resort, í Palm Desert, Kaliforníu.

Þátttakendur voru 47 frá 7 háskólum.

Arna Rún lék samtals á 16 yfir pari, 160 höggum (87 73) og varð T-14 í einstaklingskeppninni, en hún lék sem einstaklingur í mótinu.

Lið GSVU landaði 2. sætinu í mótinu, sem er glæsilegt!

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu GSVU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Spring Fling með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og félaga er 21.-22. mars n.k. í Kentucky.

Í aðalmyndaglugga: Arna Rún (lengst til vinstri) og félagar fyrir framan Desert Wiilow Golf Resort