Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2022 | 11:00

LPGA: Hataoka og Oh leiða í hálfleik Honda LPGA Thailand mótsins

Það eru þær Nasa Hataoka og Su Oh sem leiða í hálfleik á Honda LPGA Thailand mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Báðar eru þær samtals búnar að spila á 16 undir pari, 128 höggum (63 65), hvor.

Aðeins 1 höggi á eftir eru hin danska  Nanna Koertz Madsen og Solheim Cup kylfingurinn franski, Celine Boutier.

Hin þýska Esther Henseleit, sem ásamt Hataoka og Oh var í 1. sæti eftir 1. dag er T-11, en hún fór niður skortöfluna eftir hring upp á 71.

Sjá má stöðuna í hálfleik á Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Hin ástralska Su Oh