Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2022 | 11:00

LPGA: Hataoka, Henseleit og Oh leiða á Honda LPGA Thailand e. 1. dag

Þrír kylfinga leiða á LPGA móti vikunnar, sem er Honda LPGA Thailand mótið.

Mótið fer fram í Chonburi í Thailand, dagana 10.-13. mars 2022.

Eftir 1. dag eru þrjár efstar og jafnar: Nasa Hataoka frá Japan, Esther Henseleit frá Þýskalandi og hin ástralska Su Oh.Allar komu þær í hús á 9 undir pari, 63 höggum.

Ein í 4. sæti er Xiyu Lin frá Kína, en hún lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna á Honda LPGA Thailand að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Þýski kylfingurinn Esther Henseleit, ein þriggja sem leiðir á Honda LPGA Thailand