Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2022 | 08:00

Tiger vígður inn í frægðarhöll kylfinga í dag – Valdi dóttur sína Sam til að kynna sig

Tiger Woods verður vígður í heimsfrægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) í dag, miðvikudaginn 9. mars 2022.

Hann valdi dóttur sína Sam til þess að kynna sig.

Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum PGA Tour í Flórída í aðdraganda Players Championship á TPC Sawgrass.

Einnig verða teknir inn í frægðarhöllina fyrrum framkvæmdastjóri PGA Tour Tim Finchem, sem verður kynntur af Hall of Fame meðlimnum Davis Love III, og þrefaldur US Women’s Open meistari Susie Maxwell Berning, sem verður kynnt af Hall of Fame. meðlimnum Judy Rankin.

Marion Hollins fær loks inngöngu nú, eftir dauða sinn.

Sam, 14 ára, fæddist daginn eftir að Tiger Woods varð jafn í öðru sæti á Opna bandaríska 2007 í Oakmont Country Club, í Pennsylvaníu.

Hún var í Southern Hills í Oklahoma síðar á árinu þegar Woods vann PGA meistaramótið 2007.

Tiger hefir unnið sér inn metfjölda PGA Tour titla eða 82 og sigrað á 15 risamótum.

Woods, sem sigraði í Players Championship árin 2001 og 2013, er um þessar mundir að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut í hræðilegu bílslysi, í Los Angeles, í febrúar, á síðasta ári.

Óvíst er á þessari stundu hvort eða hvenær hann snýr aftur í keppnisgolf.