Úr $50.000 í $3.6 millljónir: Verðlaunafé á Players meistaramótinu hækkar í ár
Á síðasta ári hefur PGA mótaröðin barist gegn hugsanlegri samkeppnisdeild í golfi með því að auka peningana sem leikmenn geta unnið sér inn með hækkuðu verðlaunafé, bónuspottum og ýmsum nýjungum.
Þó að FedEx Cup og Player Impact Program hafi hvort um sig hækkað verðlaunaféð, þá jók lítil handfylli af mótum líka verðlaunafé sitt, þar á meðal mót vikunnar á PGA Tour; Players Championship.
Flaggskipsviðburður PGA mótaraðarinnar – sem hefir árlega farið fram á TPC Sawgrass, á Ponte Vedra Beach, Flórída, síðan 1982 – hefir enn mesta heidlarverðlaunafé á mótaröðinni; heilar 20 milljónir dollara (2 milljarða 680 milljónir íslenskra króna) en það var 15 milljónir dollarar (2 milljarðar 10 milljónir) á mótinu í fyrra.
Justin Thomas (JT) tók heim 2,7 milljónir dala (361.8 milljónir íslenskra króna) árið 2021 og í ár mun sigurvegari Players fá 3,6 milljónir dala (482.4 milljónir íslenskra króna eða tæpan 1/2 milljarð íslenskra króna) í vasann.
Á síðustu 10 árum einum hefur Players verðlaunaféð tvöfaldast og í 48 ára sögu viðburðarins hefur verðlaunaféð verið aukið 28 sinnum.
Sjá má í stórum dráttum, hér að neðan, hvernig verðlaunafé á Players hefir aukist allt frá upphafsviðburðinum árið 1974, þar sem Jack Nicklaus vann sér inn $50.000 (6.7 milljónir íslenskra króna) fyrir tveggja högga sigur sinn á J.C. Snead, til stóra útborgunardags JT árið 2021:
1970-1980
Jack Nicklaus vann þrjú af fyrstu fimm Tournament Players Championships – en það var titill mótsins til 1988 – og fékk 50.000 dali (6,7 milljónir íslenskra króna) af 250.000 dala heildarvinningsfénu í vasa sinn á upphafsmótinu árið 1974. Annar sigur hans féll saman við fyrstu hækkun á verðlaunafénu ($60.000 og $300.000.) . Lanny Wadkins þénaði síðan $72.000 (9.648 milljónir íslenskra króna) fyrir sigur sinn árið 1979, þegar heildarvinningsféð hækkaði í $440.000 (58 milljónir og 960.000 þúsund íslenskra króna).
1980-1990
Á níunda áratugnum náði heildarvinningsfé í fyrsta sinn $1 milljón (134 milljónum íslenskra króna), en það var á Tournament Players Championship árið 1987 og náði allt að $1,35 milljónum dala (180,9 milljónum íslenskra króna) árið 1989. Hlutur sigurvegarans þrefaldaðist frá $72.000 (9.648 milljóna íslenskra krónu) vinningi Lee Trevino árið 1980 í $243.008 (32.5 milljóna íslenskra krónu vinningi) sem Tom Kite fékk.
1990-2000
Á tíunda áratugnum jókst verðlaunaféð enn og það 8 sinnum. Heildarvinningsféð fór úr $270.000 í $900.000 við loka áratugsins (þ.e. úr 38 milljónum 180 þúsund íslenskra króna í 670 milljóna íslenskra króna). Að sama skapi jókst hlutur sigurvegarns úr $270.000 (36 milljónir 180.000 íslenskra króna), í $900.000 (120 milljónir 600.000 þúsund íslenskra króna).
2000-2010
Á árunum eftir 2000 var enn vöxtur í verðlaunafé á Players, en í mun hóflegri mæli miðað við áratuginn þar á undan. Heildarféð og hlutur sigurvegarans jókst fimmfalt, en hápunkturinn kom árið 2000 þegar Hal Sutton þénaði 1,08 milljónir dala (144 milljónir 720 þúsund íslenskra króna) fyrir eins höggs sigur sinn á Tiger Woods, sem var miklil breyting frá árinu 1983 þegar hann sigraði í fyrsta sinn á mótinu og hlaut 126.000 dali fyrir (þ.e. 16 milljónir 884.000 þúsund íslenskra króna) fyrir.
2010-2020
Allt var í uppsveiflu á PGA Tour á áratugnum 2010 – 2021, áratug þar sem bæði heildarfé og hlutur sigurvegarans náði himinhæðumi. Frá 2008-13 tók sigurvegarinn heim 1,7 milljónir dala (227 milljónir 800.000 íslenskra króna) en hlutur sigurvegarans jókst í 1,8 milljóna dali (242 milljónir 200.000 íslenskra króna) árið 2014 , 1,89 dali (253 milljónir 260.000 íslenskra króna) árið 2016 og 1,98 dali (265 milljónir 320.000 íslenskra króna) árið 2018 áður en hann náði 2,25 milljónum dala (301 milljón 500.000 íslenskra króna) árið 2019, þegar Rory McIlroy hafði betur gegn Jim Furyk með einu höggi. Heildarvinningsféð jókst með sama hraða úr 9,5 í 12,5 milljónir dala ( 1 milljarði 273 milljónum íslenskra króna í 1 milljarð 675 milljónir) og fór yfir 10 milljónir dala (1 milljarð 340 milljóni íslenskra króna) árið 2014 þegar Martin Kaymer sigraði, og þú giskaðir rétt, Furyk með 1 höggi.
2020 –
The Players 2020 var aflýst eftir fyrstu umferð vegna COVID-19 heimsfaraldursins, en hlutur sigurvegarans átti að vera 2,7 milljóna dalir (361 milljónir 800.000 íslenskra króna) og heildarvinningsféð $ 15 milljónir (2 milljarðar og 10 milljónir íslenskra króna). Eins og fram kemur hér að ofan, státar mótið nú í ár af $20 milljónum (2 milljörðum 680 milljónum íslenskra króna) í heildarvinningsfé og $3,6 milljóna (482 milljóna og 400.000 íslenskra króna) í sigurhlut.
Í aðalmyndaglugga: Justin Thomas, sá sem hlotið hefir hæsta vinningsfé á The Players (oft nefnt 5. risamótið) til þessa.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
