Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 07:00

Frægir kylfingar: Kristen Stewart hélt upp á fyrstu Óskarstilnefninguna með því að fara út á golfvöll!!!

Fólk bregst misjafnlega við því að fá sína fyrstu Óskarstilnefningu. Kirsten Dunst gaf frá sér mikið öskur. Kristen Stewart brást hins vegar aðeins öðruvísi við. Þegar hún hlaut tilnefningu fyrir „bestu leikkonu“ í Spencer, þar sem hún leikur nokkra streituvaldandi daga í lífi hinnar látnu prinsessu Di, varð hún ekki bandbrjáluð. Í staðinn fór hún á golfvöllinn.

Þegar Stewart var viðstödd afhendingu Independent Spirit verðlaunanna sl. helgi, veitti Stewart Variety viðtal og í því greindi hún frá því  hvernig hún fagnaði fyrstu Óskarstilnefningu sinni. Í stað þess að fríka út eða djamma, safnaði hún einfaldlega saman nokkrum samstarfsmönnum, ásamt unnustu sinni Dylan Meyer, og dró fram kylfurnar.

Ég fór með stelpunum mínum á Neon [dreifingaraðila kvikmyndarinnar Spencer] og lék síðan níu holur í Los Feliz,“ sagði Stewart. „Við erum allar mjög góðar vinkonur og sögðum: „Við skulum slá bolta í litlar holur.“

Stewart hefur lengi verið yndi gagnrýnenda. Og hún hefur unnið til fjölda verðlauna. Hún á meira að segja César, franska Óskarinn, sem hún fékk þegar hún lék á móti Juliette Binoche í Clouds of Sils Maria. Þannig að það er kannski ekki eins mikið mál að fá Óskarstilnefningu. Kannski finnst henni bara gaman í golfi.

Í aðalmyndaglugga: Kirsten Stewart (vinstra megin) í hlutverki sínu sem Lady Di og hægra megin hin eina sanna Lady Di