Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 11. sæti á Trinity Forest Inv.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskólanum tóku þátt í Trinity Forest Invitational mótinu, sem fram fór dagana 6.-8. mars 2022.

Mótið fór fram í Trinity Forest golfklúbbnum, í Dallas, Texas.

Þátttakendur í mótinu voru 83 frá 16 háskólum.

Jóhanna Lea lauk keppni T-35 í einstaklingskeppninni; lék á 14 yfir pari, 230 höggum (82 74 74) og var á 2. besta skori Northern Illinois.

The Huskies, golflið Northern Illinois varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Trinity Forest Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Jóhönnu Leu og „The Huskies“ er 21.-22. mars n.k. í Georgíu ríki.