Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 21:22

Bandaríska háskólagolfið: Ekki mót Dagbjarts og Sigurðar Blumenstein

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Blumenstein tóku ásamt liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu þátt í Tiger Inv. by Jason Dufner, þar sem Auburn háskólinn var gestgjafinn.

Þeir náðu ekki að sýna sín réttu andlit í þessu móti.

Dagbjartur lék á 15 yfir pari, 231 höggi (76 84 71) og varð T-78 í einstaklingskeppninni, en hann spilaði sem einstaklingur og hafði skor hans því ekki áhrif á lið Missouri sem varð T-7 í liðakeppninni.

Sigurður lék á 21 yfir pari, 237 höggum (80 76 81) og varð í 85. sæti í einstaklingskeppninni; hann lék með liði James Madison, sem varð T-11 af 16 liðum.

Sjá má lokastöðuna í Tiger Inv. by Jason Dufner með því að SMELLA HÉR:

Spilað var á Grand National Lake golfvellinum í Opelika, Alabama dagana 6.-8. mars 2022.

Í aðalmyndaglugga: Frá RTJ vellum, Grand National Lake GC í Opelika, Alabama.