Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 07:00

Champions: Goosen varð að skora lágt til að hafa betur gegn landa sínum Els

Retief Goosen sigraði á móti vikunnar á Öldungamótaröð PGA Tour – þ.e. PGA Tour Champions.

Mót vikunnar þar var Hoag Classic, sem fram fór dagana 4.-6. mars 2022 á Newport Beach, í Kaliforníu.

Fyrir lokahringinn átti Els 1 högg á Goosen.

Goosen varð því að eiga mjög lágt skor lokahringinn til þess að sigra – og einmitt það fékk Goosen, sem lék á 63 höggum lokahringinn.

Sigurskor Goosen var 15 undir pari, 198 högg (68 67 63).

Þegar sigurinn var í höfn sagði Goosen, sem er nýkominn aftur eftir aðgerð á öxl, m.a.:

Mér leið frábærlega með sveifluna, ég „drævaði“ vel, átti mörg góð járnahögg,“ sagði Goosen.

„Ég get ekki kvartað. Augljóslega, ef maður vinnur með þriggja eða fjögurra högga mun, spilaði maður vel.“

Næstir á eftir Goosen í 2. sæti var: KJ Choi (11 undir pari); T-3 Stephen Ames og Lee Janzen (9 undir pari); T-5 Dough Barron og Tim Petrovic.

Els, sem átti titil að verja, var síðan einn í 7. sæti, á samtals 6 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Hoag Classic með því að SMELLA HÉR: