Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir & Appalachian lönduðu 6. sætinu

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian State tóku þátt í Sea Palms Invitational háskólamótinu.

Mótið fór fram 4.-5. mars 2022 á St. Simmons eyju í Georgíu ríku.

Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 19 háskólum.

Sverrir varð T-24 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (74 72 75).

Sjá má lokastöðuna á Sea Palms Inv með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sverris og félaga er 14.-15. mars n.k. í S-Karólínu.