Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 02:00

PGA: Gooch og Horschel deila forystunni á Arnold Palmer Inv. e. 3. dag

Það er bandarísku kylfingarnir Talor Gooch og Billy Horschel, sem deila forystunni á Arnold Palmer Inv. eftir 3. dag.

Þeir eru efstir og jafnir; báðir búnir að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum; Horschel (67 71 71) og Gooch (69 68 72).

Gooch er ekki eins þekktur og Horschel og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Victor Hovland er sinn í 3. sæti, einu höggi á eftir forystumönnunum; átti afleitan 3. hring upp á 75 högg!

Í 4. sæti er síðan Scottie Scheffler og samtals 5 undir pari og í 5. sæti Gary Woodland á samtals 4 undir pari.

Líklegt er að einhver þessara 6 kylfinga standi uppi sem sigurvegari í mótinu seinna í dag!

Spennandi sunnudagur framundan!!!

Sjá má stöðuna á Arnold Palmer Inv með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Talor Gooch