Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 10:15

NGL: Fylgist með lokahringnum hjá Aron og Axel á 4. mótinu á GolfStar Winter Series

Axel Bóasson, GK og Aron Snær Júlíusson, GKG eru nú við keppni á 4. mótinu á GolfStar Winter Series, sem er mótaröð á Nordic Golf League.

Mótið fer fram á PGA Catalunya Resort, í Girona á Spáni, dagana 3.-5. mars og lýkur því í dag.

Fjórir íslenskir kylfingar hófu leik, en bræðurnir Sigurður Arnar og Ragnar Garðarssynir, GKG komust því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Þegar þetta er ritað kl. 10:40 er Aron Snær T-6 á samtals 7 undir pari en Axel T-18 á samtals 4 undir pari.

Fylgist með lokahringnum á 4. móti GolfStar Winter Series á NGL á skortöflu með því að SMELLA HÉR: