Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 10:03

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Mangaung Open í S-Afríku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í móti vikunanr á Áskorendamótaröð Evrópu: Mangaung Open.

Mótið fer fram í Bloemfontein golfklúbbnum, í  Bloemfontein, S-Afríku, dagana 3.-6. mars 2022.

Guðmundur Ágúst lék 2.  hring á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum. Samtals lék hann því á 2 yfir pari, 146 höggum (78 68) með 10 högga sveiflu milli hringja.

Því miður dugði glæsiskorið ekki til að vega upp 78 bombuna frá 1. degi,  en til þess að ná í gegnum niðurskurð þurfti að spila á 6 undir pari eða betur.

Sjá má stöðuna á Mangaung Open með því að SMELLA HÉR: