Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2022 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Gerður Hrönn & félagar í 9. sæti á The Rattler

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og félagar í The Aggies, háskólalið Cameron University, tóku þátt í The Rattler.

Mótið fór fram dagana 28. febrúar – 1. mars 2022 í The Dominion CC í San Antonio, Texas.

Þátttakendur voru 67 frá 12 háskólum.

Gerður Hrönn varð T-52 í einstaklingkeppninni en lið hennar, Cameron, hafnaði í 9. sæti.

Sjá má lokastöðuna í The Rattler með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Cameron með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gerðar og The Aggies er 14. mars n.k. í Texas.