Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar urðu T-13 á The Prestige

Hlynur Bergsson, GKG, og félagar í „Meangreens“ liði University of North Texas tóku þátt í The Prestige mótinu, sem fram fór dagana 21.-23. febrúar sl.

Spilað var á PGA West Greg Norman vellinum í La Quinta, Kaliforníu.

Þátttakendur voru 120 frá 24 háskólum.

Þetta var ekki besta mót Hlyns en hann varð T-98 í einstaklingskeppninni, með skor upp á 22 yfir pari, 235 högg (76 86 73).

Lið Hlyns „The Meangreens“ varð T-13.

Sjá má lokastöðuna á The Prestige með því að SMELLA HÉR: