Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2022 | 07:51

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð í 5. sæti á Natural State Golf Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM tók þátt í Natural State Golf Classic mótinu ásamt liði Roger State háskólans.

Kristín Sól spilaði í þetta sinn sem einstaklingur.

Mótið fór fram í Cypress Creek golfklúbbnum, í Cabot, Arkansas, dagana 28. febrúar.-1. mars 2022.

Þátttakendur voru 81 frá 14 háskólum.

Kristín Sól hafnaði í 5. sæti í mótinu; lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (76 75).

Roger State sigraði í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Natural State Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót RSU er 14.-15. mars n.k.