Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2022 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna & félagar urðu í 8. sæti á Tchefuncta Inv.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í Arlington háskóla tóku þátt í Tchefuncta Invitational háskólamótinu.

Mótið fór fram í Covington, Louisiana, dagana 21.-22. febrúar 2022 og voru þátttakendur 53 frá 10 háskólum.

Arlington hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.

Heiðrún Anna var á næstbesta skori Arlington og varð T-36 í einstaklingskeppninni með skor upp á 236 högg (76 79 81).

Sjá má lokastöðuna á Tchefuncta Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Heiðrúnar Önnu & félaga er í Texas 14.-15. mars n.k.