Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar T-9 á Wexford Intercollegiate

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina spiluðu í Wexford Intercollegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 21.-22. febrúar sl. á Wexford Plantation á Hilton Head, í S-Karólínu.

Tumi átti ekki sitt besta mót; lék á samtals 246 höggum (90 84 72) og varð T-85 af 90 þátttakendum.

Lið WCU endaði T9 af 17 liðum, sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna á Wexford Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: