Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2022 | 08:00

NGL: Axel varð T-23 á GolfStar Winter Series II

Axel Bóasson, GK varð T-23 á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni: GolfStar Winter Series II, sem fram fór 22.-24. febrúar sl.

Mótsstaður var Empordá golfklúbburinn í Girona, á Spáni.

Axel lék á samtals 2 undir pari, 212 höggum (70 72 70) og varð T-23.

Sigurvegari mótsins var Svíinn Marcus Kinhult, en hann lék á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á GolfStar Winter Series II með því að SMELLA HÉR: