Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2022 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð í 3. sæti á Jonsson Workwear Open

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Jonsson Workwear Open.

Mótið fór fram í Durban Country Club, í Durban, Suður-Afríku dagana 24-27. febrúar sl.

Haraldur lék á samtals 19 undir pari, 267 höggum (68 66 67 66) og skilaði s.s. hér sést 4 stórglæsilegum hringjum undir 70.

Þremur höggum munaði á Haraldi og þeim sem varð í 4. sæti. Reyndar voru 3 efstu sætin í svolitlum sérflokki – aðeins 1 höggi munaði á Haraldi Franklín og þeim sem varð í 2. sæti, Christopher Mivis frá Belgíu

Sigurvegarinn og heimamaður JC Ritchie stakk alla af og lék á 26 undir pari og munaði þar mest um glæsilegan opnunarhring hans upp á 61 högg.

Sjá má lokastöðuna á Jonsson Workwear Open með því að SMELLA HÉR: