Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi og WCU T-6 á Advance Golf Partners

Tumi Hrafn Kúld , GA og félagar í Western Carolina tóku þátt í Advance Golf Partners mótinu, sem fram fór í Hammock Creek GC, í Palm City, Flórída.

Mótið fór fram 13.-15. febrúar sl.

Þátttakendur voru 121 frá 21 háskóla.

Tumi Hrafn varð T-23 í einstaklingskeppninni með skor upp á 5 yfir pari, 221 högg (70 76 75).

Western Carolina varð T-6 í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Advance Golf Partners SMELLIÐ HÉR: