Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2022 | 17:00

Evróputúrinn: Fox sigraði á Ras Al Khaimah Classic

Það var Ryan Fox, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Ras Al Khaimah Classic.

Mótið fór fram dagana 10.-13. febrúar í Al Hamra GC, í Ras Al Khaimah, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sigurskor Fox var 22 undir pari, 266 högg (63 69 65 69).

Fox átti heil 5 högg á þann sem næstur kom, þ.e. Ross Fisher.

Fox er fæddur 22. janúar 1987 í Auckland, Nýja-Sjálandi og því 35 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2012 og hefir á ferli sínum sigrað 13 sinnum; en þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Ras Al Khaimah Classic SMELLIÐ HÉR: