Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2022 | 02:00

PGA: Scottie Scheffler sigraði á WM Phoenix Open

Það var bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem sigurvegari á WM Phoenix Open.

Mótið fór fram dagana 10.-13. febrúar 2022 á TPC Scottsdale, í Scottsdale, Arizona.

Scheffler var jafn Patrick Cantlay eftir hefðbundið spil og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Spila þurfti 18. holuna 3 sinnum, en þá sigraði Scheffler með fugli.

Scheffler er fæddur 21. júní 1996 (á sama afmælisdag og golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, m.a.) – og er 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour, en fyrir á hann 2 sigra á Korn Ferry Tour (frá árinu 2019). Atvinnumanns sigrar hans eru því orðnir 3, frá því hann gerðist atvinnumaður árið 2016.

Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: