Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 7. sæti á FAU Paradise Inv. í Flórída

Andrea Bergsdóttir og félagar í Colorado State háskólanum tóku þátt í FAU Paradise Inv. mótinu.

Mótið fór fram dagana 7.-8. febrúar í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton í Flórída.

Lið Colorado State hafnaði í 7. sæti.

Andrea náði lægsta heildarskori sínu í háskólaferlinum; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (70 75 70) og varð T-21 í einstaklingskeppninni.

Sjá má umfjöllun um Andreu og félaga á vefsíðu Colorado State háskólans með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í FAU Paradise Inv. með því að SMELLA HÉR: