Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea Ýr & Elon urðu í 2. sæti á Rivertowne Inv.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA er við nám og í golfliði Elon háskólans í Norður-Karólínu, líkt og Sunna Víðsdóttir, GR á undan henni.

First mót Andreu Ýr og félaga á vorönn var RiverTown Inv., sem fram fór í Mount Pleasant golfklúbbnum í S-Karólínu dagana 28. febrúar – 1. mars 2022.

Andrea Ýr varð T-74, lék á 31 yfir pari, 247 höggum (81 79 87).

Lið Elon hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Rivertowne Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Elon er 7. mars n.k.