Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2022 | 10:00

Evróputúrinn: Højgaard sigraði í Ras Al Khaimah

Það var danski kylfingurinn Nicolai Højgaard, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evróputúrnum.

Það var Ras al Khaimah Championship presented by Phoenix Capital, sem fram fór dagana 3.-6. febrúar í Al Hamra í Ras al Khaimah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sigurskor Højgaard var 24 undir pari og átti hann heil 4 högg á Englendinginn Jordan Smith, sem varð í 2. sæti.

Nicolai Højgaard er fæddur 12. mars 2001 og því aðeins 20 ára ungur. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og hefir á stuttum atvinnumannsferli þegar sigrað í 3 mótum.

Sjá má lokastöðuna á Ras al Khaimah meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: