Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2022 | 08:00

LPGA: Leona Maguire fyrsti Írinn til að sigra á LPGA

Leona Maguire skrifaði sig í sögubækurnar þegar hún var fyrst írskra kvenna til þess að landa sigri á bestu kvenmótaröð heims LPGA.

Það gerði hún í LPGA Drive On meistaramótinu, sem fram fór í Fort Myers, Flórída, dagana 2.-5. febrúar 2022.

Sigurskor hennar var 18 undir pari, 198 högg (66 – 65 – 67) og átti hún 3 högg á Lexi Thompson, sem varð í 2. sæti.

Í 3. sæti á samtals 14 undir pari varð síðan bandaríski kylfingurinn Sarah Schmelzel.

Sjá má lokastöðuna á LPGA Drive On meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: