Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2022 | 08:00

PGA: Straka fyrsti Austurríkismaðurinn til að sigra á PGA Tour

Sepp Straka skrifaði sig í sögubækurnar 27. febrúar 2022, fyrir að vera fyrsti Austurríkissmaðurinn, sem sigrar á PGA Tour.

Það gerði Straka á Honda Classic, sem fram fór 24.-27. febrúar 2022 í Palm Beach Gardens, Flórída.

Sigurskor Straka var 10 undir pari (71 64 69 66).

Í 2. sæti varð Írinn Shane Lowry, 1 höggi á eftir Straka.

Sjá má lokastöðuna á Honda Classic með því að SMELLA HÉR: