Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2022 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 2. sæti í Virginíu

Birgir Björn Magnússon, GK og „The Salukis“ skólalið Southern Illinois háskólans náðu þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Savannah Intercollegiate háskólamótinu, þar sem gestgjafinn var William & Mary háskólinn.

Mótið fór fram dagana 19.-20. febrúar í Club at Savannah Harbour í Williamsburg, Virginíu.

Þátttakendur voru 92 frá 16 háskólum

Birgir Björn varð T-53 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (77 76 76).

The Salukis lönduðu 2. sætinu í liðakeppninni!!!

Sjá má lokastöðuna á Savannah Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: