Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2022 | 23:59

PGA: Hudson Swafford sigraði á The American Express

Það var bandaríski kylfingurinn Hudson Swafford, sem stóð uppi sem sigurvegari á The American Express mótinu.

Swafford lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (70 65 66 64).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Tom Hoge.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Swafford með því að SMELLA HÉR: 

Brian Harman, Lanto Griffin og Lee Hodges deildu síðan 3. sætinu allir á samtals 20 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á The American Express með því að SMELLA HÉR: