Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2022 | 23:00

Haraldur Franklin í 2. sæti á móti í S-Afríku

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á Race to Q-school #1 Modderfontein Golf Club!!!

Hann lék 3 keppnishringi á samtals 203 höggum (67 67 69) og munaði aðeins 1 höggi á honum og sigurvegaranum, heimamanninum Ricky Hendler.

Mótið fór fram dagana 24.-26. janúar 2022 í Modderfontein golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku.

Mótið var á vegum IGT mótaraðarinnar, sem er næststerkust í S-Afríku, á eftir Sólskinstúrnum.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: