Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2022 | 20:00

GV: Miklar skemmdir á einum fegursta golfvelli landsins – Vestmannaeyjavelli

Miklar skemmdir urðu á öllum brautum meðfram Hamrinum á Vestmannaeyjarvelli, í suð-vestan veðurofsanum, sem gekk yfir Suður- og Suðvesturland 8. febrúar sl.

Fiskur skolaðist m.a. á land í Klaufinni nálægt Stórhöfða á Heimaey, en það hefir ekki gerst síðan í öðru ofsaveðri 1991 . Ölduhæð mældist 15 m við Surtsey.

Á 16. braut er mikið grjót og teigur á 17. braut (einkennisbraut Vestmannaeyjavallar) er nánast horfinn, en talið er að um 70% teigsins sé farinn.

Á öllu svæðinum meðfram Hamrinum er stórgrýti og sandur.

Sautjánda brautin er af mörgum talin ein fegursta par-3 braut landsins.  Það er á þeirri braut sem slá verður af teig yfir Atlantshafið til að ná inn á flöt. Brautin mælist 133 m af öllum teigum, en teigurinn liggur við Kaplagjótu.

Við tekur mikil uppbygging en ljóst er að verkefnið verður stórt.” segir í færslu á facebook síðu GV þaðan sem meðfylgjandi myndir eru fengnar:

 

Í aðalmyndaglugga: Skemmdir á Vestmannaeyjavelli 8. febrúar 2022. Mynd: Óskar Pétur f. MBL