Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2022 | 13:00

Karen Lind og Bjarni Þór stóðu sig vel á ChampionsGate Junior Open

Karen Lind Stefánsdóttir, GKG og Bjarni Þór Lúðvíksson, GR tóku þátt í ChampionsGate Junior Open mótinu, sem er mót á Hurricane Junior Golf Tour.

Mótið fór fram dagana 1-2. janúar 2022, á Champions Gate, í Orlandó, Flórída.

Karen Lind lék á samtals 161 höggum (77 84) og varð í 12. sæti í stúlknaflokki.

Bjarni Þór lék á samtals 15 yfir pari, (83 76) og varð í 11. sæti.

Sjá má lokastöðuna á ChampionsGate Junior Open með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Bjarni Þór Lúðvíksson. Mynd: grgolf.is