Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2022 | 10:00

PGA: Cameron Smith sigraði á Sentry Tournament of Champions

Mót sigurvegara ársins 2021 á PGA Tour fór fram að venju á Kapalua golfvellinum á Maui, Hawaii, dagana 5.-9. janúar 2022.

Sigurvegari mótsins varð Ástralinn Cameron Smith.

Sigurskor Smith var 34 undir pari, 258 högg (64 65 65 64).

Í 2. sæti endaði John Rahm, 1 höggi á eftir Smith.

Sjá má lokastöðuna á Sentry Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: