Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2022 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og EKU sigruðu í Flórída!!! – Ragnhildur í 2. sæti í einstaklingskeppninni

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á First Coast Classic háskólamótinu.

Mótið fór fram í Deerwood CC, í Jacksonville, Flórída.

Þátttakendur voru 62 frá 12 háskólum.

Ragnhildur var á besta skorinu í liði sínu og hafnaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 1 undir pari, 215 höggum (72 69 74).

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: