Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2021 | 18:00

Perla Sól sigraði í Orlandó

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði á Orlando International Amateur mótinu.

Mótið fór fram 20.-22. desember 2021 í Orlandó Flórída.

Perla Sól lék á sléttu pari, 216 höggum (73 73 70) og lokahringinn á glæsilegum 2 undir pari á Crooked Cat keppnisvellinum.

Hún átti 3 högg á Nancy Dai, sem varð í 2. sæti.

Helga Signý Pálsdóttir, GR keppti einnig í stúlknaflokki á mótinu og varð í 13. sæti á samtals 23 yfir pari.  

Bjarni Þór Lúðvíksson, GR og Dagur Fannar Ólafsson, GKG, kepptu í piltaflokki og varð Dagur Fannar í 13. sæti en Bjarni Þór í 21. sæti.