Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2021 | 18:00

PGA: Hovland sigraði á Hero World Challenge

Það var Norðmaðurinn Victor Hovland sem sigraði á Hero World Challenge mótinu, þar sem sjálfur Tiger Woods er gestgjafi.

Sigurskor Hovland var 18 undir pari, 270 högg (68 69 67 66).

í 2. sæti varð Scottie Scheffler á samtals 17 undir pari.

Victor Hovland er fæddur 18. september 1997 og er því 24 ára. Hann hefir þrátt fyrir ungan aldur sigrað þrívegis á PGA Tour – en þessi sigur telur ekki sem einn slíkur, Hovland bara að bæta á sig rósum. Síðan hefir Hovland sigraði einu sinni á Evróputúrnum.

Sjá má lokastöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: