LPGA: Jin Young Ko – leikmaður ársins á LPGA – sigraði á CME Group Tour meistaramótinu
Það var Jin Young Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA mótaröðinni: CME Group Tour Championship.
Sigurskor Ko var 23 undir pari, 265 högg (69 – 67 – 66 – 63).
Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð hin japanska Nasa Hataoka.
Með sigrinum tryggði Ko sér titilinn „leikmaður ársins“ (ens.: Player of the Year), sem hún keppti um við Nelly Korda, sem varð í 5. sæti í mótinu. Þetta er í 2. sinn, sem Ko hlýtur þann titil, en hún var einnig „leikmaður ársins“ á LPGA 2019.
Eins hlaut Ko hæsta verðlaunafé, sem veitt er í kvennagolfinu 1,5 milljón bandaríkjadala fyrir sigurinn á CME.
Jin Young Ko er fædd 7. júlí 1995 og því 26 ára. Hún hefir á ferli sínum sigrað 12 sinnum á bandaríska LPGA (þarf af 5 sinnum á þessu ári, 2021). Eins hefir hún sigrað 12 sinnum á kóreanska LPGA (KPGA) og sömuleiðis á hún 1 sigur á LET í beltinu. Alls hefir hún sigrað 23 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2013. Ko hefir tvívegis sigrað á risamótum; báðir sigrarnir komu 2019, annar á Evían hinn á Ana Inspiration.
Til þess að sjá lokstöðuna á CME Group Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Í aðalmyndaglugga: Jin Young Ko frá S-Kóreu, með verðlaunagripi, sem hún hlaut fyrir sigur á CME og fyrir að hljóta heiðurstitilinn „leikmaður ársins 2021″ á LPGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
