BELLEAIR, FLORIDA – NOVEMBER 14: Nelly Korda poses with the trophy after winning the Pelican Women’s Championship in a playoff at Pelican Golf Club on November 14, 2021 in Belleair, Florida. (Photo by Sam Greenwood/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2021 | 18:00

LPGA: Nelly Korda sigraði á Pelican Women’s meistaramótinu

Það var yngri Korda systirin, Nelly Korda, sem sigraði á Pelican Women´s Championship.

Mótið fór fram dagana 11.-14. nóvember 2021, í Belleair, Flórída.

Sigur Nelly Korda hafðist í 4 kvenna bráðabana, en allar léku þær Nelly, Lexi Thompson, Lydia Ko og Sei Young Kim keppnishringina 4 á samtals 17 undir pari, hver.

Fyrir sigurinn hlaut Nelly $262,500.

Sjá má lokastöðuna á Pelican Women´s Championship með því að SMELLA HÉR: