Björgvin Þorsteinsson látinn
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lést á líknardeild Landspítala 14. október sl. 68 ára. Hann hafði síðustu ár glímt við krabbamein.
Björgvin fæddist á Akureyri 27. apríl 1953, sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar vélstjóra og Önnu Rósamundu Jóhannsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1980. Hann varð héraðsdómslögmaður 1982 og hæstaréttarlögmaður 1986.
Björgvin starfaði sem fulltrúi sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu 1980-1981 og fulltrúi á lögmannsstofu Gylfa og Svölu Thoroddsen 1981-1983. Hann starfaði sjálfstætt frá 1983, síðast hjá Draupni lögmannsþjónustu.
Björgvin sat í stjórn Golfklúbbs Akureyrar 1967-1969 og í stjórn Bridgesambands Íslands 1987- 1992, í stjórn Lögmannafélags Íslands 1985-1987 og í stjórn Golfsambands Íslands 1998-2002. Þá átti hann sæti í áfrýjunardómstól ÍSÍ undanfarna tvo áratugi.
Björgvin varð eins og segir 6 sinnum Íslandsmeistari 1971-1977, þar af fimm ár í röð, 1973-1977 og er það afrek sem enginn hefur enn leikið eftir í karlaflokki.

Björgvin Þorsteinsson, ásamt forseta GSÍ (t.h.) á lögmannamóti í golfi 2015. Mynd: Golf 1
Hann spilaði í 56 Íslandsmótum, síðast sl. sumar á Jaðarsvelli á Akureyri og var þá elsti keppandinn. Nú í ár varð hann Íslandsmeistari í flokki 65+ í Vestmannaeyjum. Jafnframt varð hann klúbbmeistari hjá GA 9 sinnum og GR 2 sinnum og GHH einu sinni. Björgvin fékk 11 ása á ferlinum, fleiri en nokkur annar hérlendis. Þá tók hann margoft þátt í árlegri viðureign lögmanna við lækna og var það honum að þakka að lögmenn hömpuðu titlinum í þessari viðureign margsinnis. Ennfremur tók hann oft þátt í golfmótum lögmanna (og er myndin hér að ofan frá einu slíku árið 2015 og tekur Björgvin þar við verðlaunum í karlaflokki, eins og svo oft, fyrr og síðar. Björgvin var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands nú í október.
Fyrri eiginkona Björgvins var Herdís Snæbjörnsdóttir, flugfreyja og fulltrúi, þau skildu. Dóttir þeirra er Steina Rósa. Síðari eiginkona Björgvins er Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Stjúpsonur Björgvins og sonur Jónu Dóru er Kristinn Geir.
Golf 1 vottar fjölskyldu, vinum og vandamönnum Björgvins innilega samúð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
