Evróputúrinn: Fitz sigraði á Estrella Damm
Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick (oft kallaður Fitz), sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Estrella Damm N.A. Andalucia Masters.
Mótsstaður var Valderrama í Andaluciu, á Spáni.
Með sigrinum varð Fitz 4. yngsti kylfingur í sögu Evróputúrsins til að sigra 7 sinnum á mótaröðinni.
Fitz lék á samtals 6 undir pari, 278 höggum (71 68 70 69).
Fitz er fæddur 1. september 1994 og því 27 ára. Hann er sonur Russell og Susan Fitzpatrick og á yngri bróður, Alex, sem spilar golf með Wake Forest háskólanum, sama háskóla og Ólafía „okkar“ Þórunn var í. Fitz býr í Sheffield í Englandi og Jupiter í Flórída. Hann lék á sínum tíma með í liði Northwestern University, í Illinois í bandaríska háskólagolfinu. Fitz gerðist atvinnumaður í golfi 2014 og hefir því að meðaltali sigrað 1 sinni á hverju ári á Evróputúrnum frá því að hann fór í atvinnumennskuna.
Öðru sætinu á Estrella Damm deildu Svíinn Sebastian Söderberg og Ástralinn Min Woo Lee, báðir á samtals 3 undir pari, 281 höggi, hvor.
Sjá má lokastöðuna á Estrella Damm mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
