Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 17:16

Women’s Open 2021: Anna Nordqvist vann 3. risatitil sinn!!!

Nú rétt í þessu var hin sænska Anna Nordqvist að sigra á AIG Women´s Open, sem er síðasta risamót ársins hjá konunum.

Sigurskor Önnu var 12 undir pari, 276 högg (71 71 65 69) og kom sigurinn á síðustu holu, þeirri 18. á Carnoustie, sem hún paraði, en allt var í stáli milli hennar og Madsen á 17. holu.

Anna Nordqvist er fædd 10. júní 1987 og því nýorðin 34 ára.

Þetta er 3. risatitill Önnu, en hún hefir áður sigrað á Women´s PGA Championship (2009) og Evían Championship (2017) og því hokin af reynslu í að sigra á risamótum.

Öðru sætinu deildu þær Lizette Salas, Georgia Hall og Madelene Sägström.

Nanna Koertz Madsen, 26 ára, frá Danmörku hélt ekki haus fékk tvöfaldan skolla (6) á par-4 18. á Carnoustie og endaði í 5. sæti ásamt Minjee Lee frá Ástralíu.

Sjá má lokstöðuna á AIG Women´s Open með því að SMELLA HÉR: