Eiginkona Gary Player látin
Eiginkona Gary Player, Vivienne Player, er látin eftir að hafa glímt við krabbamein í brisi.
Vivienne greindist með krabbamein í brisi í júní í fyrra, en hafði tekið framförum í batanum.
Með hliðsjón af því er andlát hennar nú Gary Player sérlega þungt.
Í ágúst í fyrra sagði Player eftirfarandi um stöðu á veikindum Vivienne: „Eftir 63 ára hjónaband höfum við Vivienne gengið í gegnum allt. Greining á krabbameini hennar var yfirþyrmandi, en sem betur fer hefir árangur hennar á Issels Medical Center verið ótrúlegur. Hún hefir ekki náð fullum bata enn, en hún er á góðri leið. Þakka öllum sem hafa sýnt stuðning, “skrifaði hann á Twitter.
Parið giftist 1957 og fögnuðu 64 ára brúðkaupsafmæli í janúar á þessu ári.

Gary og Vivienne Player
Vivienne og Gary Player hafa verið saman frá unga aldri og til marks um það er að hann bað Vivienne að giftast sér þegar hann var 15 ára.
Player hefir oft þakkað mikinn árangur sinn á golfvellinum – hann vann 167 alþjóðleg mót, um allan heim þar á meðal níu risamót – stuðningi, sem hann fékk frá eiginkonu sinni.
Saman eignuðust hjónin sex börn – Jennifer, Marc, Wayne, Michele, Theresa og Amanda. Barnabörn þeirra eru 22 og barnabarnabörn tvö.
Á fyrri hluta ferils Player ferðaðist hann á mót með Vivienne, börnum þeirra sex, barnfóstru og kennara þeirra.
Bróðir Gary, Ian Player lést árið 2014. Ian var umhverfisverndarsinni og náttúruverndarsinni í Suður -Afríku sem gegndi lykilhlutverki í að bjarga hvíta nashyrningnum frá útrýmingu.
Gary Player er farsælasti íþróttamaður Suður -Afríku og var þekktur sem frumkvöðull að líkamsræktaræfingum fyrir atvinnukylfinga. Hann er þekktur sem „Mr Fitness „og sem „Black Knight“ (ísl: Svarti Riddarinn) og er ein af 3 golfgoðsögum – Hinar eru „Kóngurinn“ Arnold Palmer, sem nú er látinn og Jack Nicklaus alías „Gullni Björninn“.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
