Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2021 | 08:00

LET&LPGA: Ariya leiðir í hálfleik á Opna skoska

Það eru thaílenskir kylfingar, sem hafa tyllt sér í toppsætin á Trust Golf Women´s Scottish Open, sem er sameiginlegt mót LET og LPGA mótaraðanna.

Ariya Jutanugarn er nú efst, búin að spila á 9 undir pari (69 66).

Landa hennar Atthaya Thitikul deilir síðan 2. sætinu ásamt þeim Charley Hull og Emily Pedersen, en allar hafa þær spilað á 6 undir pari.

Margar góðar náðu ekki niðurskurði m.a. Moriya Jutanugarn, systir Ariyu; Lee Anne Pace frá S-Afríku og Solheim Cup kylfingarnir bandarísku Brittany Altomare og Brittany Lincicome.

Sjá má stöðuna á Trust Golf Women´s Scottish Open með því að SMELLA HÉR: